Af hverju stjórnunarkerfi?

Skiplögð stjórnun skapar festu og dregur úr óvissu og óreiðu sem valda villum og mistökum. Með kerfissetningu er komið á skipulagi, sem skilar fyrirtæki ávinningi með skipulögðum innkaupa-, sölu-, framleiðslu- og þjónustuferlum. Þá eru jafnfram festir í sessi stjórnunarhættir sem leiða til umbóta á starfseminni.
Þessar aðferðir henta vel við stjórnun umhverfis- og öryggismála. Þessir málaflokkar eru þá teknir föstum tökum, ákvarðað hverjar þarfir fyrirtækisins eru og unnið markvisst að úrlausn og umbótum.
Margir viðskiptavinir, sérstaklega í stærri kantinum, gera kröfur um að samstarfsaðilar þeirra hafi vottuð gæðastjórnunarkerfi. Meðal aðila sem hvatt hafa til að kerfum sé komið upp má nefna Framkvæmdasýslu ríkisins, Vegagerðina, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur o.s.frv.
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...