Stjórnun eigna (Asset management) ISO 55001

Eitt af nýju trjánum í garðinum fjallar um stjórnun eigna. Í orkufyrirtækjum, veitufyrirtækjum, stóriðju, framleiðslufyrirtækjum og hjá sveitarfélögum eru mannvirki og búnaður sem eiga að þjóna sínum tilgangi og vera grundvöllur þjónustu og afnota. Stjórnun þessara eigna hefur nokkra sérstöðu; hér þarf að hugsa til langs tíma, líftíma eignanna og gera sér hugmyndir um hvernig á að halda við notagildi þeirra.

Með langtímahugsun er lagður grundvöllur að ákvörðunum um viðhald og endurnýjun einstakra hluta og línur lagðar fyrir heildarhagkvæmni. Upplýsingar skipa stórt hlutverk við stýringu og ákvarðanatöku. Þannig eru upplýsingakerfi fyrir viðhaldsstjórnun, landupplýsingakerfi og önnur þau kerfi sem halda utan um eignina, viðhald hennar og rekstur afar mikilvæg.

Staðallinn ISO 55001 er einfaldur og byggir á nýju reglunum um stjórnunarkerfi. Hann inniheldur tvö nýnæmi: Krafan um stefnumarkandi áætlun og úrlausn varðandi upplýsingaþörf um eignir.

Staðlinum hefur verið mjög vel tekið, af því hann dregur fram árangursríka stjórnunarhætti á sviði eignastjórnunar.

Við viðjum gjarnan leggja okkar af mörkum til að miðla þekkingu og auka útbreiðslu þessarar aðferðafræði.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...