Matvælaöryggi (HACCP) ISO 22000

Samstarf forystumanna um matvælaöryggi og þeirra sem vinna að gæðastjórnun hefur á löngum verið þyrnum stráð. Almennar hugmyndir um gæðastjórnun áttu ekki upp á pallborðið. Innan matvælageirans og opinbers eftirlits með honum hafa þróast aðferðir sem eru afskaplega beinskeittar og beina kröftum að því sem skiptir máli. Aðferðir við að meta áhættu (HACCP) og taka stjórn á viðkvæmum stöðum í ferlinu eru viðurkenndar og þess krafist mjög víða að þeim sé beitt. Smátt og smátt hafa aðilar nálgast hvorn annan til að nýta það besta úr báðum sviðum.

Staðallinn ISO 22000:2005 markaði tímamót á heimsvísu þegar sammæli náðist um stjórnunarkerfi fyrir matvælaöryggi, sem að sjálfsögðu byggir á HACCP aðferðafræði. Þær greiningar á áhættu og viðbrögðum sem gerðar eru með HACCP leiða yfirleitt fram einföldun á áhrifavöldum og orsakasamhengi. Það þarf reynslu og yfirsýn til að framkvæma greiningar með fullnægjandi hætti . Stóra viðfangsefnið er að innleiða og viðhalda virkri umsjón og eftirliti, því mistök geta verið afdrifarík.

Ítrlegri reglur svo sem BRC tiltaka svo frekari áhrifavalda sem þarf að stýra í tiltekinni starfsemi til að tryggja matvælaöryggi. Þar er sett fram vottunarumhverfi sem gerir miklu sértækari tæknilegar kröfur en stjórnunarkerfi, en geta fallið innan ramma þeirra. Raunar er þörf fyrir stóran hluta af stjórnunarkerfi til að halda slíkri vottun í horfinu.

Helgi Halldórs, ráðgjafi 7.is, hefur mikla reynslu á þessu sviði eftir störf í matvælaiðnaði.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...