Öryggi, heilsa og vinnuvernd OHSAS 18001

Miklar framfarir eiga sér stað hér á landi á sviði öryggis, heilsu og vinnuverndar. Erlend stórfyrirtæki hafa flutt inn þekkingu og gert kröfur um nýja starfshætti. Álverin hafa lyft grettistaki bæði í framkvæmdum og rekstri. Útbreiðsla þekkingar og bættra starfshátta hefur verið mjög hröð. Fjöldi verktaka og þjónustuaðila stóriðjunnar hefur tekið upp bætta starfshætti og samstarfsaðilar þeirra, orkufyrirtækin, hafa tekið myndarlega á þessum málum.

Stjórnunarkerfi fyrir öryggi, heilsu og vinnuvernd gerir þessi nauðsynlegu viðfangsefni sýnilega innan fyrirtækja og flétta inn í starfsemi og stjórnskipulag. Stjórnunarkerfi styður aðgerðir til að efla vitund, breyta hegðun og koma á öryggismenningu. Það er þörf fyrir samfellu í stjórnun til að fylgja eftir þeim árangri sem næst þegar átak er gert.

Á næstunni er von á nýjum ISO-staðli: ISO 45001 sem tekur fyrir stjórnun öryggis, heilsu og vinnuverndar. Hann leysir af hólmi breska staðalinn OHSAS 18001, sem hefur hlotið verulega útbreiðslu á heimsvísu. Ekki tókst á sínum tíma að setja upp Evrópustaðal (EN) eða ISO staðal vegna andstöðu af hálfu opinbers eftirlits í nokkrum löndum, sem töldu vottuð kerfi ekki fullnægjandi leið til að tryggja öryggi starfsmanna, þar væri opinbert eftirlit það eina sem dygði. Árangurinn sem náðst hefur sannfærir hinsvegar nægilega marga um að það er rétt að stjórnendur taki þennan málaflokk að sér með skipulegum hætti. Innra starf fyrirtækja ræður úrslitum og skila meiri árangri en reglur.

Forysta, þekking, vitund og hegðun mynda menningu sem uppfyllir væntingar varðandi samfélagslega ábyrgð fyrirtækja um þennan málaflokk.

7.is ehf hefur hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili í vinnuvernd.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...