Gæðastjórnun í mannvirkjagerð

Undanfarna áratugi höfum við starfað að uppbyggingu og innleiðingu gæðastjórnunarkerfa og aflað okkur reynslu á því sviði. Við viljum leggja okkar af mörkum til að flýta þróun á innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í mannvirkjagerð, þannig að lágmarkskröfur séu uppfylltar af sem flestum sem fyrst. Takist það teljum við að fagleg vinnubrögð í starfsgreininni færist skör ofar.

Við höfum lagt talsverða vinnu í að greina kröfur laga, reglugerða og leiðbeininga Mannvirkjastofnunar til að draga fram það sem við teljum að þurfi til að uppfylla þær.

Á grundvelli greininganna höfum við útbúið gæðahandbók, sem er lýsing á gæðastjórnunarkerfi sem kröfurnar. Gæðahandbókin er fyrsta niðurstaða greiningarinnar og verður hún endurskoðuð eftir því sem þörf er á.

Kröfurnar snúast fyrst og fremst um að hafa reiðu á gögnum og vista þau sem verða til og fylgja verkum. Einnig að tryggja að verkin séu unnin eins og á að gera. Gæðastjórnun snýst um margt fleira en að innleiða lágmarkskröfur, sem er þó ágætis byrjun á þeirri vegferð. Sérfræðingar 7.is eru að sjálfsögðu reiðubúnir að aðstoða fyrirtæki að vaxa frekar.

Gæðahandbók án endurgjalds

7.is býður upp á gæðahandbók fyrir hönnuði og byggingarstjóra án endurgjalds. Skjalinu er ætlað að hjálpa einyrkjum og smærri fyritækjum að uppfylla kröfur laga um mannvirki og byggingarreglugerðar um gæðastjórnunarkerfi.

Gæðahandbókin er upplýsandi um hvað þarf að gera til að uppfylla kröfurnar. Þeir sem nota hana verða að setja upp þau vinnubrögð sem þar er lofað samkvæmt eigin útfærslu.

Um leið og þú óskar eftir að fá skjalið lítum við svo á að þú hafir samþykkt eftirfarandi skilmála:

  • Gæðahandbók er til frjálsra afnota.
  • Öll notkun gæðahandbókarinnar er á ábyrgð þess sem hana notar.
  • Óheimilt er að selja efnið sem fram kemur í skjalinu.

Gæðahandbók hönnuða og Gæðahandbók byggingarstjóra

Sendu tölvupóst á 7@7.is með ósk um hvaða gæðahandbókar er óskað, sem inniheldur nafn og kennitölu og þú færð sent eintak af  fljótlega.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...