Stefnumiðun

Hvað viltu gera gera? Hvað skiptir máli? Eðlilegar spurningar en hefurðu svörin á reiðum höndum?

Við byrjum á viðskiptavininum og hagsmunaaðilum. Hverjir eru viðskiptavinirnir? Hver er þeirra upplifun af því sem fyrirtækið gerir fyrir þá? Hverjir eru hagsmunaaðilar? Hvaða afleiðingar skipta þá máli?

Fyrirtækið lifir á því sem það gerir fyrir viðskiptavinina. Markaðssetning byggir upp væntingar, vöruþróun, sölu og þjónustuferlar stilla upp því sem viðskiptavinurinn fær. Gæði vöru og gæði ferla skila niðurstöðum og upplifun viðskiptavinarins sker úr um hvernig til hefur tekist.

Fyrirtækið starfar í samfélagsumhverfi og tekur við lögum, reglum og stjórnvaldsfyrirmælum, auk þeirra samskipta sem eiga sér stað í samfélaginu og áhrifa í báðar áttir. Samspilið við samfélagið getur haft mikil áhrif á velgengni fyrirtækisins.

Helstu málaflokkar samfélagslegrar ábyrgðar eru: Umhverfismál; Vinnumál; Sanngjarnir starfshættir; Mannréttindi; Neytendamál; Samfélagsleg virkni og þróun. (Sjá ISO 26000:2010 Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð).

Hugmyndin um hvernig fyrirtækið á að vera/bera sig að gagnvart samfélaginu og hvernig það hyggst ná árangri er nauðsynleg forsenda þegar breytingar eiga sér stað og unnið er að þróun á virkni fyrirtækisins.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...