Hvað er ferlisnálgun?

Að skipta fyrirtæki í einingar til að stýra vinnu og setja upp samstillingu þessara eininga. Þessar einingar eru kallaðar ferli.

Einingin eða ferlið er rammi um vinnu sem fram fer í fyrirtækinu, eða eins og segir í ISO 9000 "Öll vinna fer fram í ferli". Ferlið breytir "ílagi" (input) í "frálag" (output) s.s. vinnan tekur einhverjar auðlindir og breytir þeim í afurðir. Vinnu í fyrirtæki er gjarnan skipt í nokkrar ferliseiningar. Tiltekin eining skilar milliafurðum sem er "ílag" fyrir næsta ferli eða endanleg söluvara fyrirtækisins.
Samkvæmt ISO 9001 þá leggur ferlisnálgunin áherslu á eftirtalin atriði:

 Að skilja og uppfylla kröfur. Til að stýra vinnunni þarf að liggja fyrir hverju hún á að skila. Þannig eru þær kröfur sem gerðar eru til niðurstöðu vinnunnar settar í brennidepil.

Að skoða ferlið í ljósi virðisauka. Uppskipting í ferli getur gefið nýja sýn á hagkvæmni og skipulag vinnunar. Þannig getur sóun sem á sér stað uppgötvast. Ekki skilar öll vinna verðmætum afurðum.

Að þekkja frammistöðu og virkni ferla. Fylgst er með hvernig gengur að mæla árangur á skipulegan hátt. Leitast er við að skapa skýra mynd af því sem gerist í ferlinu.

Að stunda stöðugar umbætur á grundvelli hlutlægra upplýsinga. Mælingar og skráningar gefa hlutlægar upplýsingar og mynda sögu sem getur skýrt af hverju hlutir ganga vel eða illa. Umbætur eru aðaltilgangur ferlisstjórnunar. Fjarlægja sóun, auka framleiðni, draga úr kostnaði, stytta afgreiðslutíma o.s.frv.

 

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...