Ferlisstjórnun

Við beitum ferlisstjórnun, til að stýra starfsemi með árangursríkum hætti. Það gerum við með því að:

  • Vita hvaða kröfur þarf að uppfylla
  • Fylgjast með og meta hvort það tekst
  • Bregðast fljótt við ef eitthvað ber út af
  • Leita leiða til að ná betri árangri

Ferlisstjórnun er hugmynd um að ramma vinnu inn, horfa á hvað fer inn og hvað kemur út, taka mið af kröfum sem viðtakandi gerir og fylgjast með hvernig til tekst að uppfylla þær. Athyglin beinist því að niðurstöðunni og þar með eru sett markmið og árangri fylgt eftir.

Næst er að huga að því hvað þarf til svo að árangri sé náð, ferlið þarf starfsmenn með kunnáttu og hæfni, búnað í samræmi við aðstæður, gagnameðferð og upplýsingakerfi, samskipti og síðast en ekki síst stýringu sem felst í að fylgjast með og leiðrétta jafnóðum.

Hvað gerum við svo? Hvað höfum við lært til að geta gert stöðugt betur? Hugmyndin um stöðugar umbætur fæddist í tengslum við ferlisstýringu (e. Process Control).

Ferlisskipulag

Ferlin mynda keðjur eða net sem skila því sem viðskiptavinurinn fær eða nýtur í formi vöru eða þjónustu. Ferlisskipulag fyrirtækis er annað skipulag en stjórnskipulag og sýnir hvernig fyrirtækið virkar. Með því að teikna það upp og vinna áfram skapast sameiginleg sýn sem stuðlar að framþróun og umbótum.

Ferlisnálgun (e. Process Approach) er ein af grundvallar hugmyndum ISO 9001 og mótar kröfur staðalsins. Hugmyndin um stöðugar umbætur er innifalin í öllum stjórnunarkerfum og er hornsteinn þeirra.

Ferlisstjórnun hefur haldið áfram að vaxa sem þekkingarsvið. Frá því að vera í upphafi ferlisstýring yfir í heildstæða skipulagningu fyrirtækja með kortlagningu á virðisstreymi. Straumlínustjórnun (e. Lean) er áfangi í þessari sögu hugmynda. Þar er búið að tengja saman fjölþættar hugmyndir um stjórnun og rekstur fyrirtækja, sem að sumu leiti taka aðra stefnu og ganga lengra en kröfur ISO 9001.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...