Áhættugreiningar sem stjórntæki

Greining áhættu og áhættumat hefur fengið mikla útbreiðslu á sviði öryggis heilsu og vinnuverndar. Fagleg vinnubrögð hafa breiðst út, sem að mestu hafa borist hingað til lands gegnum erlend stórfyrirtæki sem hér starfa. Árangurinn er ótvíræður. Verktaka- og þjónustugeirinn sem þjónar þessum fyrirtækjum hefur tekið stórstígum framförum og telja má öruggt að mannslífum hafi verið bjargað við þessa þróun.

Nú hefur þessi áhættuhugsun verið tekin upp á nýtt stig. Áhættugreiningar eru daglegt brauð í stjórnun margra fyrirtækja. Innri endurskoðendur stórra fyrirtækja nota þær til að tryggja starfsemina. Stjórnendur fyrirtækja nota greiningu á áhættu í vaxandi mæli til að verjast skaða eða finna tækifæri til umbóta.

Vinnubrögð við áhættugreiningar og -mat þurfa að vera fagleg og byggð á kunnáttu, en það er ekki síður mikilvægt að skipuleggja greiningu áhættu og mat með þátttöku viðeigandi aðila og samráði. Þannig fást upplýsingar og byggt er á reynslu og þekkingu þeirra sem best þekka til. Í greiningarvinnunni felst lærdómur sem einnig skilar sínu. Vinna við áhættumat stuðlar að aukinni vitund og veitir innsýn og dýpri þekkingu á viðfangsefnum.

Það sem sóst er eftir er öryggismenning, það er að starfsmenn fyrirtækisins séu að staðaldri meðvitaðir um hvar áhætta liggur og að það sé hluti af daglegu lífi að eyða eða verjast áhættu.

Hefðbundnar slóðir áhættugreininga sem varða meðal annars matvælaöryggi, öryggi og heilsu starfsmanna, öryggi mannvirkja eru jafn mikilvægar og áður. Okkar áhersla er „straumlínulöguð áhættugreining“:

  • Áhættugreining stjórnanda, sem er greining á hættum, með áherslu á rekstrarsamfellu og fjárhagslegar afleiðingar sem stjórnandi þarf að kljást við;
  • Áhættugreining ferlis, sem tekur til öryggis starfsmanna, umhverfisáhættu og þeirrar áhættu sem varðar dagleg störf og þætti sem starfsmenn geta haft áhrif á.
  • Áhættugreining verkefnis, sem er hluti af verkefnastjórnun eða skipulagningu verkefna og varðar hluti sem farið geta úrskeiðis og valdið tjóni í verkefni sem verið er að skipuleggja.
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...