Þjónustan okkarRáðgjafar 7.is búa yfir mikilli reynslu af innleiðingu stjórnunarkerfa. Þjónustuframboð okkar varðandi stjórnunarkerfi er fjölbreytt og á við á öllum stigum, frá undirbúningi þess að rekstri og endurnýjun. Við vinnum að verkefnum í samræmi við þarfir viðskiptavina. Fyrirtæki eru mislangt komin þegar leitað er til okkar. Við kynnum okkur stöðuna sem fyrirtækið er búið að ná og vinnum út frá því. Við leggjum áherslu á að nýta þekkingu innan fyrirtækis og virkja starfsmenn til samstarfs. Innihald kerfanna er mjög breytilegt vegna sérhæfingar starfsgreina. Aðrar kröfur geta verið mun umfangsmeiri og raunar ráðandi fyrir lausnina, sem dæmi má nefna starfsleyfisskylda flugleiðsöguþjónustu. Stjórnunarkefi fyrir gæða-, umhverfis og öryggismál lúta sameiginlegum lögmálum, en sérstaða málaflokks og fyrirtækisins gerir hvert kerfi einstakt. 7 vikur eru einungis í boði fyrir ISO 9001 að svo stöddu. |