Verkefnaþjálfun

Fyrirtæki og stofnanir hafa þörf fyrir að starfsmenn búi yfir færni í verkefnavinnu. Starfsmaðurinn þarf að geta skilgreint verkefni og leitt það, ýtt undir þátttöku annarra og sótt þekkingu og vinnu þangað sem þörf er á.

Fyrirtækið þarf að skapa umgjörð sem heldur verkefnum á sporinu og veitir nauðsynlegan bakstuðning. Verkefnaþjálfun 7.is felst í námskeiði fyrir verkefnisstjóra, myndun baklands fyrir verkefni með verkefnaumsjón og innleiðingu aðferða til að halda yfirsýn.

Þetta gerum við:

-Eflum starfsmenn til átaka.
-Tengjum saman með samstæðum vinnubrögðum.
-Komum á skipulagi sem veitir stuðning og aðhald fyrir verkefni.
-Skipuleggjum notkun upplýsingakerfa og/eða setjum upp aðferðir til að halda utan um verkefni

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...