Verkefnaþjónusta

Breytingar þarf að skipuleggja og koma þeim á. Þegar ákvörðun er tekin er oft mikið óunnið. Það er gjarnan ekki augljóst hvað þarf að gera til að koma breytingum í höfn. Mikilvæg verkefni lúta oft lægra haldi fyrir áríðandi daglegum verkefnum.

Áhersla á verkefnið

Ráðgjafinn veitir stuðning sem tryggir áherslu á að vinna breytingar til enda.

Hlutverk eftir þörfum

Hlutverk ráðgjafans getur verið allt frá því að leiða verkefni yfir í að vera stuðningsaðili við verkefnisstjóra og vinnuafl í verkefninu. Ráðgjafinn byggir á reynslu af fjölbreyttum verkefnum. Hann kann að draga saman mismunandi þekkingu aðila, mynda samstarf, samræma verkþætti og niðurstöður o.s.frv.

Hagnýt hugmyndafræði

Ráðgjafar 7.is byggja á hugmyndafræði um hvað eru nauðsynlegar forsendur til að ná árangri með verkefni. Þar á meðal eru aðferðir við að stýra framvindu, útdeila verkefnum og fylgja eftir að hlutir séu kláraðir.

 
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...