Umhverfisstjórnun ISO 14001

Það er sífellt meira aðkallandi að tekist sé á við umhverfismál með jákvæðum hætti. Það sem fyrirtækin ákveða sjálf að gera í umhverfismálum leiðir til hagkvæmra lausna sem skapa virði um leið og árangur næst í umhverfismálum.

Viðhorf almennings til umhverfismála endurspegla auknar kröfur og væntingar. Viðskiptavinir og fjárfestar líta til umhverfisáhrifa í viðskiptum. Staðan í umhverfismálum er jafnvel lögð til mats fyrir lánstraust banka og iðgjöld tryggingarfélaga.

Alþjóðleg þróun í umhverfismálum leiðir til þess að nýjir markaðslegir möguleikar felast í umhverfisstarfi. Það styrkir markaðsstöðu fyrirtækja að geta sýnt fram á árangur sinn og traust vinnubrögð. Fyrirtækið getur markaðssett sig og sínar vörur undir merkjum grænna viðhorfa.

Umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001 er traust og þrautreynd leið til að taka stjórn á umhverfismálum. Þar eru lagðar línur um viðfangsefni umhverfisstjórnunar, hverju þarf að stýra og hvernig fylgst er með árangri. Kjarni staðalsins er framfarastigi þar sem unnið er að stöðugum umbótum. Áhersla er lögð á að fyrirtæki taki málin í eigin hendur og finni leiðir sem skila ávinningi fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Vottun eykur trúverðugleika. ISO 14001 er staðall sem gefur möguleika á óháðri vottun. Aðferðirnar eru viðurkenndar á alþjóðavettvangi og fyrirtæki getur þannig fengið staðfestingu á umhverfisstarfi sínu.

Fyrirtæki sem fylgir ISO 14001 staðlinum tekst á við þau áhrif sem starfsemin veldur með það fyrir augum að draga úr þeim. Þannig eru umhverfisþættir skilgreindir, sem valda áhrifum og fyrirtækið getur stýrt. Opinberar kröfur setja lágmarksviðmið. Stjórnendur ákveða hvað er mikilvægt fyrir fyrirtækið. Þegar tekist er á við sóun auðlinda af ýmsu tagi skilar það beinum ávinningi.

Öflugt starf í umhverfismálum eflir starfsanda og stuðlar að jákvæðu samstarfi. Starfsmenn geta verið stoltir af fyrirtækinu og persónuleg viðhorf og stefnumið fyrirtækis eiga þá samleið með fleirum. Þetta eflir liðsanda og getur skipt máli þegar leitað er eftir að ráða úrvals starfsfólk í vinnu.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...