Um 7.is ehf.

7.is er leiðandi í þjónustu á sviði stjórnunarkerfa og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í að aðstoða fyrirtæki sem óska eftir ráðgjöf við innleiðingu á ISO 9001 og ISO 14001 stöðlunum, auk þess að sinna fjölbreytilegri stjórnunar- og rekstrarráðgjöf.

7.is hóf starfsemi sína 1. október árið 2002 og er stofnað af Gunnari H. Guðmundssyni verkfræðingi. Gunnar hefur starfað sem stjórnunar- og rekstrarráðgjafi frá árinu 1977 fyrir fjölda fyrirtækja. Hann var meðal stofnenda og eiganda Ráðgarðs hf. og starfaði hjá IMG-Ráðgarði fram til stofnunar 7.is. Gunnar hefur aðstoðað um helming þeirra íslenskra fyrirtækja sem byggt hafa upp vottunarhæf gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001.

Ráðgjafar 7.is, undir forystu Gunnars, hafa komið víða að uppbyggingu, innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa. Viðskiptavinir 7.is eru starfandi á hinum ýmsu sviðum, í opinbera og einkageiranum, en markmið með þjónustu 7.is er að bæta árangur fyrirtækja í rekstri.
 

Skrifstofur fyrirtækisins eru að Sundaborg 1, 104 Reykjavík

Kort

 

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...