Einkenni fyrirtækis sem nær árangri:

  • Byggir á ánægju viðskiptavina
  • Er stöðugt að bæta sig
  • Hefur skýra stefnu sem starfsmenn skilja
  • Ræktar garðinn sinn og lítur til langs tíma
  • Veitir frelsi til frumkvæðis innan fyrirtækisins

Við hjálpum fyrirtækum á þessari braut

Ferlismiðun

Ferlisskipulag er skipulag þess sem fyrirtækið gerir, og það byrjar og endar hjá viðskiptavinum. Með þessu skipulagi birtist ferlissýn sem vísar á hvað telst árangur og hvað þarf að gera til að auka virkni og bæta frammistöðu. Unnið er stöðugt við að finna leiðir til koma til móts við væntingar og óskir viðskiptavina.

Tekist á við áhættu

Að finna þær hættur sem steðja að fyrirtækinu og horfast í augu við þær. Greining á hættum er fljótvirk leið til að sjá nauðsynlegar umbætur. Það sem gæti valdið skaða vísar oft á veikleika sem mögulegt er að bæta úr.

Umbætur - Að nýta tækifærin

Þróun og uppbygging fyrirtækis felst í að takast sífellt á við nýjar áskoranir. Uppsprettur slíkra verkefna eru fjölbreyttar, svo sem umbætur á ferlum og virkni fyrirtækis, aðgerðir til að draga úr áhættu, innleiðing á nýrri upplýsingatækni og stjórnunaraðferðum.

Breytingar í fyrirtæki hafa þann tilgang að styðja við stefnu fyrirtækisins. Uppbygging miðar beinlínis að því að framfylgja stefnumiðum og skapa möguleika til að ná þeim markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér. Hlutverk fyrirtækisins og viðskiptahugmynd eru þar efst á blaði.

Stefnumiðuð vinna – opnum pakkann

Innan fyrirtækisins þarf að ríkja samhljómur um hvað skiptir máli. Efla þarf skilning á aðstæðum viðskiptavinarins og þeim áhrifum sem fyrirtækið hefur á samfélagið. Þar á meðal eru áhrif varðandi umhverfismál, öryggi starfsmanna og vinnuvernd, svo og að uppfylla kröfur starfsleyfa, reglugerða og staðla.

Stjórnunarkerfin hafa verið höfuð áhersla 7.is ehf. Oftast er markmið verkefnis að byggja upp vottað stjórnunarkerfi. Margir eiga erfitt með að tengja vottunina árangri fyrirtækis. Nú opnum við pakkann og drögum fram nokkra meginþætti sem uppbygging stjórnunarkerfa felst í. Þar er horft til árangurs og tilgangurinn verður augljós. Þekkingin nýtist þar sem hún á við.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...