Stjórnunarkerfi til árangurs

Stjórnunarkerfi er beitt til að ná árangri í rekstri fyrirtækja, styrkja stjórnun og gera hana skilvirkari. Í því felst skipulagning á starfsemi fyrirtækisins. Viðfangsefnin eru skilgreind sem ferli eða þættir sem hafa þarf stjórn á.

Alþjóðlegir staðlar um stjórnunarkerfi setja fram kröfur sem samstaða hefur náðst um meðal þátttakenda í staðlastarfinu. Þúsundir sérfræðinga um allan heim leggja sitt af mörkum við vinnslu og yfirferð staðlanna. Þar á meðal eru ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnun og ISO 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis.

Stjórnunarkerfi snýst um stjórnunarhring þar sem fyrst er skipulagt hvernig á að ná árangri, síðan er því komið í verk, fylgst með og leiðrétt og svo er brugðist við þeim lærdómi sem hefur fengist. (á ensku: PDCA eða Plan-Do-Check-Act)

Verkefni við uppbyggingu felast í að fylla í gloppur og efla virkni starfseminnar. Hvert fyrirtæki hefur sitt stjórnunarkerfi þótt stundum sé það óformlegt og það er mikilvægt að byggja á því sem fyrir er. Leita þarf að því sem á vantar og fylla í þær eyður sem uppgötvast.

Lausnir 7.is einkennast af eftirfarandi:

  • Skýrum línum um verkaskiptingu og ábyrgð
  • Samþættingu stjórnunar og heildarsýn hvers stjórnanda á viðfangsefnin
  • Framfaraskrefum í samræmi við þarfir og þróunarstig fyrirtækja
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...