Eldri fréttir

Á þessari síðu er að finna fréttir frá árunum 2002 til 2006, sem voru birtar á eldri heimasíðu.

 


 

26.10.2006

Heiðursfélagi Stjórnvísi

Gunnar H. Guðmundsson hefur verið valinn heiðursélagi Stjórnvísi fyrir árið 2006.
"Gunnar vann brautryðjendastarf við að kynna nýjar stjórnunaraðferðir, svo sem gæðastjórnun fyrir Íslendingum á 9 áratug síðustu aldar." eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Einnig segir þar: Þannig var hann ráðgjafi Lýsis hf sem var fyrst fyrirtækja til að fá ISO 9000 vottun á Íslandi og hefur aðstoðað stóran hluta þeirra fyrirtækja sem hafa fengið vottun síðan.

 

6.4.2006
Landsvirkjun hefur nú lokið vottunarferlinu gagnvart ISO 9001. Lokaátakið kláraðist í byrjun árs. Nú er öll starfsemi fyrirtækisins unnin innan vottaðs gæðastjórnunarkerfis. Við óskum starfsmönnum Landsvirkjunar til hamingju með þennan áfanga og þökkum samstarfið.

10. feb. 2006
Marorka tók við vottunarskírteininu í dag. Það var ævintýri líkast að fylgjast með innleiðingu ISO 9001. Fyrirtækið tók risaskref í þróun. Það breyttist úr lítt skipulagðri starfsemi í að vera vel skipulagt og skilvirkt á nokkrum mánuðum. Starfsfólkið sýndi frábæra hæfileika við að móta og innleiða skipulega starfshætti, þrátt fyrir mikið vinnuálag og krefjandi verkefni sem það fæst við. Það lagðist allt á eitt til að gera þetta að frábæru verkefni: Stjórnunarleg forysta og stuðningur við að koma málum í höfn. Takk fyrir að fá að vera með í ævintýrinu.

Janúar
Michele Rebora er nýr starfsmaður sem tók til starfa hjá 7.is í byrjun árs. Hann starfar sem ráðgjafi við gerð stjórnunarkerfa.

16.12.2005 Vottunarúttekt hjá Marorku
Í dag lauk vottunarúttekt hjá Marorku. Niðurstaðan var jákvæð, fyrirtækið er komið með vottunarhæft kerfi á ótrúlega stuttum tíma. Starfsfólkið smíðaði kerfið og gæðastjórinn sá um að koma því í höfn. Það er skemmtilegt að vera þátttakandi í svona verkefni.

9.des.2005 Siglingastofnun

Siglingastofnun hefur fengið vottun samkvæmt ISO 9001. Stofnunin tryggir íslenskum skipstjórnarmönnum og vélstjórum alþjóðleg réttindi. Þar er fylgt þeirri þróun sem Alþjóða Siglingmálastofnunin (IMO) hefur beitt sér fyrir. Stuðlað er að samræmi varðandi þær kröfur sem gerðar eru til menntunar sjófarenda og hvernig þeim kröfum er framfylgt við útgáfu skírteina. Það er ánægjulegt þegar stofnanir uppfylla ýtrustu kröfur á erlendum vettvangi.

18.nóv. 2005 Orkuveitan fær umhverfisvottun

Í dag fagnar Orkuveita Reykjavíkur vottun umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við ISO 14001.
Það er mikilvægt skref í þágu samfélagsins að taka myndarlega á í umhverfismálum. Orkuveitan á heiður skilið. Þátttaka í verkefninu var sérlega ánægjuleg þar sem færustu sérfræðingar landsins á sviði umhverfismála lögðu sitt af mörkum.

Viðburðaríkt ár
Á árinu hafa fimm aðilar sem ráðgjafar 7.is hafa aðstoðað fengið vottun samkvæmt ISO 9001.
Þeir eru Fjöltækniskólinn, Landsvirkjun Orkusvið, Flugmálastjórn upplýsingadeild, og verkfræðistofurnar Almenna og Rafhönnun, Einn bíður afhendingar skírteinis og fimm viðskiptavinir til viðbótar eru staddir í vottunarferli.

Ágúst 2005
Verkfræðistofan Rafhönnun fékk vottun samkvæmt ISO 9001. Stofan hefur starfrækt virkt gæðastjórnunarkerfi um nokkurra ára skeið. Það var ánægjulegt að taka þátt í að leysa úr nokkrum atriðum í upphafinu á lokasprettinum.

Júlí 2005
Flugmálastjórn, upplýsingadeild flugmála á flugvalla og leiðsögusviði sér um útgáfu á upplýsingahandbók fyrir flugmenn. Þetta er nákvæmisverk þar sem kort og upplýsingar verða að vera réttar. Starfsólkið skifaði sjálft sín skjöl og verkefnið var því til mikils sóma.

Maí 2005
Almenna Verkfræðistofan fagnaði vottun samkvæmt ISO 9001 í maí. Aðstoð var veitt á fyrri stigum verkefnisins. Nú fara verkfræðistofurnar að hópast í gegnum vottunarferilinn.


Apríl 2005
Orkusvið Landsvirkjunar tók við vottunarskírteini þann 8. apríl. Þar með er þessi kjarnastarfsemi Landsvirkjunar, framleiðsla og sala á raforku, starfrækt innan vottaðs gæðakerfis. Frá því Blönduvirkjun fékk vottun haustið 2003 hafa aflstöðvarnar smátt og smátt komið inn eftir því sem tími gafst til og nú síðast stjórnunareiningin sem heldur utan um starfsemina. Á sama tíma hafa stjórnendur meðal annars tekið í notkun öflugt viðhaldskerfi og unnið markvisst að ýmsum breytingum.

Mars 2005
Fjöltækniskólinn er fyrstur skóla í almennu skólakerfi á Íslandi til að fá vottun samkvæmt ISO 9001. Þar með tryggir skólinn íslenskum skipstjórnarmönnum og vélstjórum alþjóðleg réttindi til frambúðar. Hér var unnið mikið brautryðjendastarf og stjórnendur og starfsmenn skólans hafa náð frábærum árangri. Það eru forréttindi að vinna með frumkvöðlum.

Febrúar 2005
Nokkrir nýir og áhugaverðir viðskiptavinir bættust við hjá 7.is frá nóvember og fram í janúar:

Bros auglýsingavörur hafa vaxið hratt undanfarin ár. Fyrirtækið er kannski þekktast fyrir Bros-boli, en hefur haslað sér völl með víðtæku úrvali af auglýsingavörum.
Stjórnendur hafa valið að taka upp ISO 9001 til að styrkja ferlin og verða hæfara til að þjóna sínum viðskiptavinum.

Hafmynd vinnur að kafbátasmíði. Kafbáturinn Gavia er rannsóknar- og könnunarfar sem þróað hefur verið á íslandi. Fyrirtækið er þessa mánuðina að afhenda fyrstu sendingarnar af kafbátum. Vottun samkvæmt ISO 9001 er fyrirtækinu mikilvægt tæki til að sýna kaupendum fram á að byggt sé á traustum vinnuferlum og að gögn um vörur og prófanir séu gerð og vistuð.

Marorka er sprotafyrirtæki sem framleiðir og styður orkustjórnkerfi fyrir skip. Orkubúskapur skipa er flókinn og hjá Marorku hefur tekist að byggja upp stjórnkerfi sem getur sparað a.m.k. tug prósenta í orkunotkun. Þetta er hagkvæmt og árangurinn fyrir umhverfið er ekki síður mikill. Íslensk fiskiskip nota um þriðjung af brennslueldsneyti sem þjóðin notar og þannig er hægt að hafa talsverð áhrif á útblástur af CO2. Það er hagstætt fyrir fyrirtækið að taka upp stjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 meðan það er ennþá tiltölulega smátt í sniðum og tryggja þannig örugga starfsemi á meðan það vex.

1.10.2004
Fyrsta hitaveita í heimi fær vottun?!
Orkuveita Reykjavíkur fagnar í dag vottuðu gæðastjórnunarkerfi fyrir hitaveitu. Þar með er sennilega fyrsta hitaveitan í heimi komin með vottun. Við óskum þeim til hamingu með árangurinn og þökkum samstarfið.

Starfsmenn Orkuveitunnar hafa sýnt þrautseigju og harðfylgi við að skipuleggja ferla og bæta starfsemina. Fyrirtækið verður stöðugt betur samhæft og sterkari heild. Gæðastjórnunarkerfið er mikilvægur þáttur í að tengja fyrirtækið saman.

 

25.6.2004
IMG Gallup fær ISO 9001 gæðavottun
Hér bættist mikilvægur aðili í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa komið á fót vottuðu gæðastjórnunarkerfi. IMG-Gallup er áhrifamikið í þjóðfélaginu og það eru margir sem treysta upplýsingum frá þeim. Vel skilgreindir verkferlar og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg þessari starfsemi.

Við samfögnum þessum árangri hjá Gallup-liðinu og þökkum fyrir að hafa verið þátttakendur í þessum leik. Fyrirtækið hefur á að skipa frábærum hóp af frísku og velmenntuðu fólki sem er ávinningur að fá að vinna með. Það tók kerfið í sína þjónustu og notar það sem lærdóms- og þroskatæki til að ná stöðugt betri árangri. Nú lærir fyrirtækið hraðar en áður, ekki bara einstaklingarnir.

Sérstaklega ber að þakka samstarfið Jenný Dögg Björgvinsdóttir frá IMG-Deloitte sem var burðarás í kerfisgerðinni, svo og gæðahópi Gallup sem bar hita og þunga af að koma kerfinu upp.

Það var ánægjulegt að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra skyldi sjá sér fært að afhenda vottorðið og sýnir það þann hug sem hún ber til framfara í íslenskum fyrirtækum og viðleitni þeirra til að vera í fremstu röð.


16.09.2003
Þann 15. september fékk Landsvirkjun afhent vottunarskírteini vegna gæðastjórnunarkerfis í Blöndustöð. Við óskum starfsmönnum Landsvirkjunar til hamingju með þennan árangur. Í vottuninni felst að unnið hefur verið gott starf og margir lagt hönd á póginn.

Jafnframt viljum við á 7.is þakka samstarfsráðgjöfum í verkefninu fyrir árangursríkt og gott samstarf. Verkefnisstjóri ráðgjafa var Gunnar H. Guðmundsson en aðrir ráðgjafar voru Jenný Dögg Björgvinsdóttir og Sigþór U. Halldórsson hjá IMG-Deloitte.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...