ISO 9001 á 7 vikum

ISO 9001 á 7 vikum er vinnuaðferð til að taka upp stjórnunarkerfi í samræmi við þann staðal. Ráðgjafi leiðir stjórnendur fyrirtækis í gegnum kröfur staðalsins og í átt að lausnum sem uppfylla þær. Byggt er á því sem fyrirtækið gerir, þeim aðferðum sem notaðar eru og stjórnendur hafa valið og falla að þörfum fyrirtækisins.

Staðallinn ISO 9001 setur fram kröfur um stjórnunarhætti og skipulag fyrirtækja. Kröfurnar eru settar fram sem óhlutbundnar lýsingar, sem geta átt við alls staðar. Þetta krefst þess að þær séu túlkaðar. Þar með skapast áhætta á að fara lengri leið að markinu, lenda í blindgötum, setja sér allt of háleit markmið og ætla að búa til nýtt fyrirtæki í fullkominni mynd.

7 vikur er nóg til að komast á rétta braut í rekstri stjórnunarkerfis, ef vilji er fyrir því. Stjórnendur fá í hendurnar upplýsingar um hvaða atriði starfseminnar svara þegar kröfum ISO 9001. Véfréttastíl staðalsins er snúið í málefnaleg viðfangsefni.

Vinnuaðferðin felst í greiningu, þar sem aðferðir fyrirtækisins eru skoðaðar og skilgreindar. Stjórnendur fá tilnefnd þau atriði og aðferðir sem skipta máli og umræðu um að hvaða leiti kröfur eru uppfylltar og hvað ekki.

Niðurstaðan er gæðahandbók og skilgreint kerfi ásamt þeirri innleiðingu sem næst á verkefnistímanum. Jafnframt eru settir fram aðgerðalistar og tillögur um breytingar. Stjórnendum er gerð grein fyrir hvað vantar uppá svo fyrirtækið sé tilbúið í vottun.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...