Gæðastjórnun ISO 9001

ISO 9001 staðallinn inniheldur "tvö hundruð" góð ráð til þeirra sem reka fyrirtæki. Margir kjósa því að byggja upp gæðastjórnunarkerfi sem tekur mið af staðlinum til að móta þau stjórnunarviðfangsefni sem staðallinn bendir á.

Hugmyndafræði ISO 9001 felst í ferlisstjórnun. Ferli starfseminnar eru römmuð inn og túlkuð sem stjórnunarviðfangsefni. Stjórnendur þurfa að taka fyrir leiðsögn ISO 9001 um eftirfarandi stjórnunarviðfangsefni:
  • Hvernig hlusta ég á viðskiptavininn og tek mið af sjónarmiðum hans?
  • Hvað skiptir máli í rekstrinum varðandi árangur?
  • Hvernig fylgist ég með árangri, ekki bara fjárhagslegum?
  • Hvernig er tekið á því sem aflaga fer, brugðist við og lært af því?
Svona má halda áfram að spyrja um starfsmannahald, tæki, búnað og aðstöðu fyrir starfsemina. Hvert viðfangsefni krefst þeirrar stýringar sem stuðlar að gæðum vöru og þjónustu.
Árangur er lykilorð í uppbyggingu gæðastjórnunarkerfa. Stjórnendur móta og virkja þau stjórntæki sem þeir þurfa á að halda.
Ráðgjafar 7.is aðstoða stjórnendur í að túlka kröfur staðalsins m.t.t. til þarfa og aðstæðna fyrirtækisins og vinna af einurð með þeim að uppbyggingu og innleiðingu árangursríks gæðastjórnarkerfis.
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...