Nýir staðlar – Samþætt kerfi

Nýjar útgáfur staðla um stjórnunarkerfi eru í farvatninu, sem byggja á samræmdri uppsetningu. Nokkrir staðlar eru þegar komnir út, t.d. ISO 27001, og vinsælustu staðlarnir ISO 9001 og ISO 14001 koma út á næsta ári.

Alþjóðlega staðalsamstarfið ISO setti reglur um hvernig staðall um stjórnunarkerfi á að vera uppbyggður. Þar er skilgreind megin uppbygging (e. High Level Structure) og gefinn út samræmdur texti sem staðlar eiga að byggja á.

Eitt stjórnunarkerfi

Þegar teknir eru upp fleiri en einn staðall er nauðsynlegt að samþætta kerfið til að tryggja að einungis sé eitt stjórnunarkerfi í fyrirtækinu. Þetta á til dæmis við ef tekin eru upp kerfi samkvæmt ISO 14001 um umhverfisstjórnun, OSHAS 18001/ISO 45001 um stjórnun öryggis heilsu og vinnuumhverfis, 27001 um öryggi upplýsinga, ISO 9001 um gæðastjórnun og svo framvegis.

Fjölmörg fyrirtæki þurfa að taka tillit til þeirra krafna sem gilda í viðkomandi starfsgrein. Í lyfjaiðnaði og lyfjadreifingu gilda reglur um góða starfshætti (GDP/GMP). Rafveitur eiga að uppfylla kröfur um rafmagnsöryggisstjórnun. Fyrir matvælaiðnað gilda GÁMES reglur. Við framleiðslu á byggingavörum gilda ýmsir sérstaðlar eða reglugerðir um framleiðsluhætti og þannig mætti lengi telja.

Okkar verk er að setja kröfurnar í samhengi við stjórnunarkerfi fyrirtækis og fella þær inn í starfshætti þess. Reynsla ráðgjafa 7.is skilar sér í minni þörf á skjölun fyrir viðbætur og auðveldari aðlögun þess sem fyrir er.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...