Stöðumat og greining

Það vakna oft spurningar hjá stjórnendum um stöðu fyrirtækisins á sviði stjórnunarkerfa: "Hvar er fyrirtækið mitt statt?"... "Við höfum verið að vinna í þessu en vitum ekki hvað við erum komnir langt"…

Stjórnendur vilja meta hvaða skref geta skilað þeim beinum árangri og hvort tímabært sé fara í vottun. Hagnýtar lausnir og virkni stjórnunar skilar árangri. Hálfkláraðir kerfishlutar og lausnir sem ekki virka eru stjórnendum þyrnir í augum.

Ráðgjafar 7.is greina kerfi fyrirtækisins og leggja mat á uppbyggingarstig. Í þessu felst greining starfshátta og ferlisstjórnunar ásamt mati á þeirri skjölun sem er fyrir hendi.

Sérfræðiþekking og víðtæk reynsla ráðgjafa 7.is veita stjórnendum innsýn í viðfangsefnið og auðvelda þeim að taka fyrir næstu verkefni uppbyggingar og setja sér markmið sem henta fyrirtækinu.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...