Uppbygging stjórnunarkerfa

Ráðgjafar 7.is hjálpa til við að breyta óhlutbundnum kröfum staðla, sem eiga við allar starfsgreinar, í viðfangsefni sem taka mið á raunveruleika sem fyrirtæki starfar í. Byggt er á áratuga reynslu úr fjölmörgum starfsgreinum og á stöðugri þróun aðferða og fyrirmynda.

Leiðsögn ráðgjafa hefst á greiningu á fyrirtæki og starfsháttum þess þar sem leitast er við að skapa yfirsýn og finna þá þætti sem þegar eru fyrir hendi. Öll fyrirtæki starfrækja stjórnunarkerfi þó það sé stundum gert óformlega og jafnvel án þess að vita af því.
Lykilatriði er því að finna og nýta þá ferla og krafta sem til staðar eru innan fyrirtækis til þess að takmarka kostnað og röskun við upptöku nýrra kerfa.
Í ljósi þessarar greiningar er kerfisuppbyggingunni skipt niður í mismunandi verkefni og nauðsynlegar aðgerðir skipulagðar. Til að tryggja hraða verkefnisins, leggja ráðgjafar 7.is til fyrirmyndir að kerfisskjölum og stýra aðlögun þeirra að þörfum fyrirtækisins.
Skuldbinding fyrirtækisins, og þá stjórnenda þess fyrst og fremst, til verkefnis er grundvöllur árangurs við uppbyggingu stjórnunarkerfa. Nauðsynlegar auðlindir s.s. mannskapur, tími, fjármunir og vilji verða að vera til staðar.
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...