Hvað er vottun?

Hér er fjallað um vottun stjórnunarkerfa, þ.e. vottun fyrirtækja. Einnig er til vöruvottun eða vottun á að starfsemi uppfylli sértækar kröfur. Þar má t.d. nefna vottun á lífrænni ræktun, vottun á byggingavörum þar sem staðfest er að kröfur um prófanir og framleiðslustýringu séu uppfylltar.

Með vottun er óháður aðili fenginn til að staðfesta að kröfur viðkomandi staðals séu uppfylltar. Fyrirtækið ákveður sjálft hvaða vottun það sækist eftir og semur við vottunaraðila.

Vottun stjórnunarkerfa fer venjulega þannig fram að fyrst er gerð skjalaúttekt og sannreynt hvort lýsing á kerfinu uppfylli kröfur viðkomandi staðals. Síðan er gerð úttekt á staðnum þar sem farið er yfir raunverulegu virkni kerfisins.

Ef fyrirtæki stenst úttektinni, gefur vottunaraðilin út vottorð sem staðfestir að kerfið uppfylli kröfur og tekur fyrirtækið á skrá yfir vottaða aðila. Vottuninni er síðan viðhaldið með reglulegum úttektum.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...