Hvaða kerfisstaðlar eru til?

Helstu vottunarstaðlarnir eru ISO 9001 um gæðastjórnunarkerfi og ISO 14001 um umhverfisstjórnunarkerfi. Þessir staðlar eru samhæfðir og hugtakarammi þeirra á að vera eins. Aðrir staðlar sem eru samstæðir þessum stjórnunarstöðlum eru t.d. OSHAS 18001 um vinnuvernd og öryggismál starfsmanna í fyrirtækjum og ISO 27000 um upplýsingaöryggi. Þetta eru allt staðlar sem byggjast á hugmyndafræðinni um stjórnunarkerfi, þar sem fyrirtækið tekur ábyrgð á gerðum sínum og stjórnar þeim viðfangsefnum sem undir vottunina falla.

Dæmi um viðbótarkröfur er að finna í starfsgreinastöðlum eins og QS 9000 fyrir undirverktaka í bílaiðnaði. Þar er einnig til ISO skjal sem skilgreinir hverju þarf að bæta við ISO 9001 til að uppfylla kröfur QS 9000.

Hliðstæðar kröfur eru gerðar varðandi starfsleyfi, vottun eða samþykki opinberra aðila, fyrir nokkrar tegundir starfsemi. Þetta á til dæmis við um starfsemi rafveitna og flugleiðsöguþjónustu. Þá er gerð úttekt og veitt heimild fyrir starfsemi miðað við viðeigandi reglugerð.
 
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...