Hvað er ISO?

ISO er alþjóðlegur samstarfsvettvangur um stöðlun, með aðsetur í Genf í Sviss. Á vegum ISO eru stofnaðar tækninefndir sem sjá um ritun og þróun staðla, hver á sínu sérsviði. Staðlarnir varða allt frá skrúfum og ljósaperum yfir í stjórnunarkerfi. Þátttakendur í staðlastarfinu eru staðlaráð ríkja, samanber Staðlaráð Íslands.
Tækninefnd 176 samdi ISO 9001 staðalinn og fylgistaðla hans og annast nú viðhald og endurnýjun þeirra. Tækninefnd 207 heldur utan um umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001 o.s.frv.
Stöðlun hjá ISO þótti Evrópumönnum ganga of hægt og því var gripið til þess ráðs að starfrækja eigið staðlasamstarf (CEN). Flestir staðlarnir eru bæði evrópustaðlar og alþjóðlegir staðlar.
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...