FrÚttir
14.08.07
Gunnar ß ■rjßtÝu ßra starfsafmŠli
Gunnar ß ■rjßtÝu...

Gunnar H. Guðmundsson framkvæmdastjóri 7.is ehf. heldur um þessar mundir upp á þrjátíu ára starfsafmæli sem ráðgjafi. Í ágústmánuði 1977 hóf hann störf á Rekstrarstofunni í Kópavogi. Lengst af starfaði hann hjá Ráðgarði, þar sem hann var einn stofnenda og eigenda fyrirtækisins. Eftir sameiningu tók við tímabil með IMG-samsteypunni, þar sem byggð var upp ráðgjafaeining.

Gunnar hefur lengst af á sínum starfsferli lagt áherslu á gæðamál.  Frumkvæði hans á þessu sviði leiddi til þess að hann var valinn formaður gæðastjórnunarfélags Íslands  árin 1985-1987.

Gunnar var valinn heiðursfélagi í Stjórnvísi árið 2006.

Hann hefur fagnað áfanganum með stöðugum veiðiferðum í ágústmánuði, sem lauk með 6 punda laxi úr Elliðaánum þann 28. ágúst. Ef grannt er skoðað má sjá Green Butt númer 14 í kjaftvikinu.

  

 Myndina tók Sveinn Víkingur Árnason.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...