
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er þeirra styrkleikasvið. Þar er starfað fyrir orkufyrirtækin, stóriðjuna og útgerðina ásamt fleirum.
Starfsemin á sér merka sögu. Rætur Stálsmiðjunnar má rekja til ársins 1933 og þar hefur farið fram mikið brautryðjendastarf. Fyrirtækið er með margar starfsstöðvar og fjölbreytta starfsemi.
Það er alltaf áskorun fyrir ráðgjafann að vinna í verkefnadrifnu fyrirtæki. Þar breytast aðstæður oft með nýjum verkefnum og ekkert má út af bregða. Okkur mætti sterkur vilji stjórnenda til að ná árangri og það náðist að vinna uppbyggingu og innleiðingu hratt og örugglega.