Sérfræðingar í stjórnunarkerfum

Ráðgjafa 7.is aðstoða umbótasinna stjórnendur við að bæta starfsemina.

Tekist er á við flöskuhálsa og stuðað að gæðum verka án hindrana. Unnið er gegn sóun og truflunum.

Tilgangurinn er að vinna bug á ósamræmi og óreiðu og bæta stöðugt frammistöðu.

Ráðgjafar vísa veginn og byggja á hugmyndafræði, aðferðum og tækni sem skilað hefur árangri.

Orðaský

Strategísk stjórnun

Hvað viltu gera gera? Hvað skiptir máli?

Eðlilegar spurningar en hefurðu svörin á reiðum höndum?
Fyrirtæki starfa ekki í tómarúmi.


“Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur.” — Kötturinn í Lísu í Undralandi

Við byrjum á viðskiptavininum og öðrum hagsmunaaðilum. Hverjir eru þeir? Hvað skiptir þeim máli? Hvernig komum við til móts við þarfir þeirra og væntingar?

Stjórnendur greina markmiðatilefni sem byggja á strategískum áformum og mynda samstæða sýn um það sem skilar árangri.

Að leggja grunn

Stjórnunarkerfi er beitt til að ná árangri í rekstri fyrirtækja, styrkja stjórnun og gera hana skilvirkari. Í því felst skipulagning á starfsemi fyrirtækisins. Viðfangsefnin eru skilgreind sem ferli eða þættir sem hafa þarf stjórn á.

Alþjóðlegir staðlar um stjórnunarkerfi setja fram kröfur sem samstaða hefur náðst um meðal þátttakenda í staðlastarfinu. Þúsundir sérfræðinga um allan heim leggja sitt af mörkum við vinnslu og yfirferð staðlanna. Þar á meðal eru ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnun, ISO 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis og ISO 45001 um öryggi og vinnuvernd.

Stjórnunarkerfi snýst um stjórnunarhring þar sem fyrst er skipulagt hvernig á að ná árangri, síðan er því komið í verk, fylgst með og leiðrétt og svo er brugðist við þeim lærdómi sem hefur fengist.

Plan-Do-Check-Act

Verkefni við uppbyggingu felast í að fylla í gloppur og efla virkni starfseminnar. Hvert fyrirtæki hefur sitt stjórnunarkerfi þótt stundum sé það óformlegt. Mikilvægt að byggja á því sem fyrir er og gagnast.

Að gera stöðugt betur

Stjórnendur sýna forystu og leita stöðugt tækifæra til að bæta árangur fyrirtækisins. Þegar unnið er að markmiðasetningu er athygli beint að verðugum verkefnum, sem skipta fyrirtækið máli.

Fyrirtækið þarf að vera virkt og tilbúið til að taka breytingum og hafa krafta til að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Þar gilda skilvirkir ferlar við að taka ákvarðanir, koma umbótum í framkvæmd og meta árangur þeirra.

Fyrirtæki sem spyrja sig spurningar eru stöðugt að bæta sig. Áhættugrunduð hugsun (risk-based thinking) er beitt á öllum sviðum starfseminnar, ekki bara í öryggismálum.

“Hvað ef…?” er hluti af hugarfari stjórnenda og starfsmanna, hjálpar til við að fyrirbyggja mistök og gera sem mest úr möguleikum.

Okkar hlutverk

Við sækjumst eftir verkefnum sem skila árangri og við viljum að viðskiptavinurinn taki framfaraskref með okkar vinnu. Ávinningur viðskiptavinarins er okkar takmark.

Heilindi – að virða trúnað og vera opin, heiðarleg og fagmannleg í samskiptum.
Hagsýni – að leggja til lausnir sem eru hagnýtar og viðeigandi fyrir viðskiptavininn.
Einurð – að stíga fram og beita kröftum okkar á markvissan hátt.
Nægjusemi – að nýta það sem til er fyrir verkefnin og ekki búa til þarfir.

Við leggjum okkur fram og beitum kröftum okkar í þágu viðskiptavinarins, hvort sem það er eldmóður, þolinmæði, reynsla eða þekking.

Við keppumst við að gera það sem hæfir okkar viðskiptavinum, fólki og samfélagi og erum tilbúin að takast á við áskoranir og andstæður. Við höfum skýra sýn á þann árangur sem við viljum ná.

Við viljum að verkefnin okkar séu spennandi og örvandi fyrir þá sem taka þátt og þeir standi uppi sem sigurvegarar þegar upp er staðið.