FrÚttir
19.12.13
Umhverfisvotta­ umhverfisfyrirtŠki
Umhverfisvotta­...

Stjórnunarkerfi SORPU hefur nú verið vottað  samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðli ISO 14001 en það hefur staðist kröfur gæðastjórnunarstaðals ISO 9001 frá árinu 2011.

Umhverfisvottun er rökrétt framhald fyrir fyrirtæki sem starfar á sviði úrgangsstjórnunar og í raun sáralítið sem hefur þurft að bæta við fyrirliggjandi kerfi þar sem flest ferli starfseminar snúast um umhverfismál sem höfðu því þegar verið skilgreint. Fyrst og fremst snerist innleiðingarvinna um að efla vitund starfsmanna og gera hlutina sýnilega.

Vottun nær til móttöku, meðhöndlunar og vinnslu úrgangs í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, ásamt rekstri urðunarstaðar og framleiðslu metans í Álfsnesi. Af sjálfsögðu eru höfuðstöðvar fyrirtækisins að Gylfaflöt 5 einnig hluti af afmörkuninni. Góði hirðirinn og endurvinnslustöðvar SORPU um allt höfuðborgarsvæðið eru svo næsta skref, ásamt því að undirbúa fyrirtækið undir að standast kröfur öryggisstjórnunarstaðals OHSAS 18001.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...