FrÚttir
30.04.13
Tilb˙nir fyrir vistvŠnar byggingar
Tilb˙nir fyrir...

Steinull á Sauðárkróki hefur fengið vottun samkvæmt ISO 14001 fyrir umhverfisstjórnunarkerfi. Þegar vottun fékkst fyrir ISO 9001 gæðastjórnunarkerfið, hófst vinna við umhverfisstjórnunarkerfið í byrjun október. Það tókst því að ljúka kerfisgerð og vottun á sjö mánuðum. Steinull hefur á að skipa gríðarlega öflugri forystusveit.

Vörur Steinullar hf. hafa jákvæð áhrif á umhverfið og á vegum fyrirtækisins hefur verið unnið ötullega að umbótum í umhverfismálum á undanförnum árum. Umhverfisstjórnunarkerfið er framfaraskref til viðbótar við þessar umbætur. 

Nýjar kröfur sem gerðar eru til vistvænna mannvirkja eru uppfylltar með því að vera bæði með vottun skv. ISO 9001 og ISO 14001. Fyrirtækið uppfyllir kröfur til einangrunarframleiðenda samkvæmt BREEAM matskerfinu sem notað er til að dæma vistvænar byggingar.

Það er einnig athyglisvert að bera saman umhverfisáhrif hefðbundinnar steinullarframleiðslu og Steinullar hf. Bræðsla hráefnis fer fram í rafbræðsluofni í stað bræðslu með eldsneyti. Hráefnið er sandur frá ströndinni í nágrenninu og ströndin endurnýjar sig með framburði Héraðsvatna. Ekki þarf grjótnámu með tilheyrandi umhverfisáhrifum.

Vottunaraðili var VTT frá Finnlandi.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...