FrÚttir
01.10.12
7.is er 10 ßra
7.is er 10 ßra...
7.is fagnar 10 ára afmæli í dag, 1. október. Fyrirtækið hefur á þessum tíma skilað góðum árangri við að innleiða bætta starfshætti í fyrirtækjum og gera þau hæf til að takast á við alþjóðlegar kröfur, oft til að standa jafnfætis erlendum keppinautum eða uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegra fyrirtækja og stofnana.
Starfsemi 7.is hófst 1. október 2002. Þá varð til heimasíða og nafnspjald. Skrifstofan var starfrækt í forstofuherberginu og eini starfsmaðurinn var Gunnar H. Guðmundsson. Í nóvember var svo farið að leita að húsnæði og flutt inn á 3. hæð að Suðurlandsbraut 30. Hlutafélagið 7.is ehf. var stofnað í byrjun árs 2003 og í febrúar byrjaði fyrsti starfsmaðurinn. Nú er fyrirtækið með starfsemi sína við Suðurlandsbraut 4a, 2. hæð og hjá því starfa fimm starfsmenn auk samstarfsaðila.
Hópurinn hefur náð faglegum styrk, sem sést af fjölda vottaðra fyrirtækja, sem þegið hafa ráðgjöfina. Jafnframt heldur fyrirtækið kostum smæðar. Það býr yfir sveigjanleika og getur þjónað bæði smáum og stórum fyrirtækjum.
Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...