FrÚttir
29.05.11
Verkefni Ý sÚr flokki
Verkefni Ý sÚr...

Á 20. starfsafmælinu sínu fagnar SORPA vottun á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 staðli og er fyrsta fyrirtækið á Íslandi á sviði úrgangsstjórnunar til þess. Vottun er staðfesting á faglegum og öguðum vinnubrögðum starfsmanna SORPU við móttöku, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangs.

Vottun tekur til alls starfsemi fyrirtækisins en SORPA rekur margþætta starfsemi:

  • Sex endurvinnslustöðvar á Höfuðborgarsvæði þar sem tekið er á móti flokkuðu úrgangi frá heimilum og rekstraraðilum.
  • Móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi í Reykjavík þar sem úrgangur er meðhöndlaður vélrænt til að stuðla að frekari endurvinnslu, t.d. endurheimt málma úr heimilissorpi,  rúmmálsminnkaður og kominn í réttan farveg.
  • Urðunarstaður í Álfsnesi en þar hafa verið þróaðar aðferðir í urðunartækni og er einn af fáeinum í veröldinni þar sem hauggasið sem myndast við niðurbrot lífræns úrgangs er safnað og hreinsað til að nota á farartækjum (metan).
  • Allir þekkja svo Góða hirðinn, nytjamarkað SORPU og líknarfélaga, en hann er dæmi um besta mögulegan farveg fyrir úrganginn, þ.e. endurnotkun.
  • Ennfremur stendur SORPA fyrir öflugri fræðslu um umhverfismál á öllum stigum skólakerfis og samfélagsins.

Fjölþættar kröfur gilda um meðhöndlun úrgangs og regluverkið er flókið og í stöðugri þróun, m.a. vegna Evrópskrar samvinnu. Oft á tíðum eru íslenskar aðstæður frábrugðnar þeim sem þekkjast á meginlandi og innleiðingin á Íslandi skammt á veg komin og þarf því að leita frumlegra lausna til að uppfylla kröfurnar.

Í tengslum við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfisins var unnið að hönnun og upptöku nýs heildstæðs vörunúmerakerfis fyrir fyrirtækið með áherslu á að mæta kröfum um rekjanleika við skráningu úrgangs. Ennfremur voru reglur um flokkun og móttöku úrgangs á starfsstöðvum SORPU endurskoðaðar m.t.t. samræmingar og settar fram á nýstárlegan hátt.

7.is er stolt af því að hafa tekið þátt í að gera gott fyrirtæki betra og hafa í leiðinni stuðlað að bættum hag samborgaranna sinna og framförum í umhverfismálum.

Starfsmenn SORPU fagna vottunina

Starfsmenn SORPU fagna ISO9001 vottunina en umhverfisráðherra afhenti þeim vottunarskjalið á 20. ára afmælisráðstefnu fyrirtækisins.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...