FrÚttir
10.01.11
Pˇsth˙si­ fŠr vottun
Pˇsth˙si­ fŠr vottun...
Um síðustu áramót fékk Pósthúsið ehf vottun skv. ISO 9001 frá BSI. Pósthúsið, sem dreifir m.a. Fréttablaðinu veitir víðtæka þjónustu á sviði blaða-, fjölpósts- og vörudreifingar. Í því felst dreifing á auglýsingapósti, blöðum og tímaritum, ásamt plastpökkun og áritun. Pósthúsið keyrir einnig út vörur og sendingar til fyrirtækja og einstaklinga á Höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirtækið er mjög lifandi og hefur á sér hressilegt yfirbragð. Þar ríkir liðsandi og vilji til að láta hlutina ganga. Verkefnið var unnið á miklum hraða og sýndi starfsfólkið mikla áræðni og dugnað við að koma því í höfn. Það getur verið stolt af framstöðu sinni og því hve fyrirtækið er komið langt á þróunarbrautinni t.d. varðandi ferlisstjórnun og gæðavísa.

Þjónustustarfsemi af þessu tagi gerir miklar kröfur til starfsliðsins. Það eru mýmörg tækifæri til að mistakast. Unnið er á öllum tímum sólarhrings og starfsmenn á ferðinni út um allt. Gott skipulag, vökul augu og árvekni er því nauðsynleg til að ná árangri.

Það er gott að vinna svona verkefni; þegar augljóst er að það skilar árangri; þegar þróunarstig fyrirtækisins kallar á aukna festu; þegar maður fær á tilfinninguna að verið sé að vinna á réttu stigi í framþróun fyrirtækisins.

Sjá grein um vottun í Fréttablaðinu 2. febrúar 2011.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...