FrÚttir
28.10.10
7.is komi­ Ý Frost!
7.is komi­ Ý Frost!...
Í september var skrifað undir samning við Kælismiðjuna Frost ehf. og hafist handa við uppbyggingu á vottunarhæfu gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001.

Kælismiðjan Frost er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi en fyrirtækið hefurverið í fararbroddi í uppbyggingu og þjónustu á kælikerfum fyrir helstu útgerðar- og matvælavinnslufyrirtæki á Íslandi frá árinu 1993. Í gegnum tíðina hefur Kælismiðjan Frost sinnt fjölda verkefna erlendis og komið að verkefnum í fjórum heimsálfum.

Kælismiðjan Frost er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík auk verkefna við uppsetningu hjá viðskiptavinum. Vinnuhópurinn sem vinnur að uppbyggingu gæðastjórnunarkerfisins er skipaður starfsmönnum frá báðum starfstöðvum og nýtast símafundir því einkar vel til samvinnunnar. Þrátt fyrir að það gerist sjaldan að hópurinn allur komi saman á einum stað gengur uppbygging gæðastjórnunarkerfisins afar vel og hefur dugnaður og áhugi Frostmanna sitt að segja!

Gæðastjórnunarkerfið mun gera Kælismiðjunni Frost kleift að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu og jafnframt auðvelda fyrirtækinu að starfa í stöðugt flóknara regluumhverfi bæði hér heima og erlendis.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...