FrÚttir
20.06.10
LŠkningatŠki frß Oxymap
LŠkningatŠki frß...

Oxymap er sprotafyrirtæki sem er að þróa nýjung á sviði heilbrigðisvísinda sem felst í greiningartæki sem mælir súrefnisinnihald blóðs í æðum í augnbotnum. Verið er að þróa tækni sem ekki hefur verið til áður. Tækið er enn sem komið er eingöngu til vísindarannsókna. Næsta skref er að fá tækið samþykkt sem tæki til læknisfræðilegra greininga. Strangar reglur gilda um samþykki lækningatækja bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þar á meðal eru kröfur um gæðastjórnunarkerfi, sem er í samræmi við staðla og reglur vegna lækningatækja.

Stjórnendur Oxymap hafa samið við 7.is um aðstoð við að setja upp gæðastjórnunarkerfið  Hér kemur að góðum notum reynsla okkar af Evrópureglugerðum og aðlögun í ýmsum starfsgreinum.

Það er sérlega ánægjulegt að fá aftur tækifæri til að vinna með sprotafyrirtæki sem stefnir að því að brjóta blað á sínu sviði á heimsvísu.

Árni Þór Árnason og Gunnar H. Guðmundsson skrifa undir samning um verkefnið

Árni Þór Árnason og Gunnar H. Guðmundsson skrifa undir samning um verkefnið

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...