FrÚttir
20.04.10
Vottu­ bÝlaleiga
Vottu­ bÝlaleiga...

Bílaleiga Akureyrar tók við vottun samkvæmt stöðlunum ISO 14001 og ISO 9001. Bílaleigan hefur komið upp einu stjórnunarkerfi. Þar er haldið utan um umhverfismál (ISO 14001) og ferlisstjórnun (ISO 9001). Kerfið er samþætt frá upphafi og gert til að halda utan um þessa málaflokka.

Umhverfismál hafa lengi verið stjórnendum hugleikin. Þeir unnu að skógrækt löngu áður en umræður um kolefnisjöfnun með því að planta trjám hófust. Nú hafa þeir tekið forystuna í starfsgreininni á sviði umhverfismála. Þeir hafa heildarsýn á þá þætti sem fyrirtækið getur haft áhrif á og taka á málum af festu.

Þjónustufyrirtæki geta haft umtalsverðan ávinning af ferlisstjórnun. Samhæfing skapar festu og dregur úr villuhættu, þar sem hver skilar sínu verki fullfrágengnu til næsta aðila og skilin á milli við afhendingu eru alveg niðurnegld. Fyrirtækið virkar eins og handboltalið. Góð leikkerfi tryggja að starfsmenn hafa alltaf svar við þeim aðstæðum sem upp koma. Öryggi í sendingum sér til þess að boltar tapast ekki.

Kerfissetning í þjónustufyrirtæki er afar krefjandi. Ekki síst í fyrirtæki þar sem þjónustuvilji er mikill og getan til að leysa hvers kyns vanda er hluti af fyrirtækismenningunni. Lausnir þurfa að falla vel að starfseminni til að virka. Það má ekki bæla niður bestu eiginleika sem fyrirtækið býr yfir.

Það tókst að sýna fram á að þetta hefði tekist.

Því fylgir heiður að vinna fyrir þá bestu.

Vottuninni fagnað: Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri, Gunnar  frá 7.is og Jón Gestur Ólafsson gæða- umhverfis- og öryggisstjóri

Vottuninni fagnað: Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri, Gunnar  frá 7.is og Jón Gestur Ólafsson gæða- umhverfis- og öryggisstjóri.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...