FrÚttir
21.09.09
Einingaverksmi­jan fŠr CE-vottun
Einingaverksmi­jan...
Einingaverksmiðjan hf. fékk í byrjun ágúst leyfi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að CE-merkja sínar vörur í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins 89/106/EEC um byggingarvörur. Um er að ræða fjórar tegundir af holplötum (Hp-210, Hp-265, Hp-320 og Hp-400), fíligranplötur (slakbentar og forspenntar) og veggir (einangraðir og óeinangraðir).
Einingaverksmiðjan er fyrsta fyrirtæki á Íslandi til þess að fá CE-vottun á þessum vörutegundum, þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð um viðskipti með byggingarvörur nr. 431/1994 eigi allar byggingarvörur sem notaðar eru á Íslandi að vera CE-merktar. Sömu reglur gilda á öllu EES-svæðinu og því opnar CE-vottun mikla möguleika til markaðssetningar erlendis.

CE-merki staðfestir jafnframt að framleiðsla uppfyllir kröfur staðalsins EN 13369:2004 - Common rules for precast concrete products sem og sértækra staðla er gilda um hverja tegund fyrir sig. Til að staðfesta samræmi við kröfur staðla eru tekin sýni af framleiðslunni skv. fyrirfram ákveðinni rannsóknaráætlun og þau rannsökuð af hlutlausri rannsóknarstofu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur tekið út framleiðslustýrikerfi Einingaverksmiðjunnar og hefur eftirlit með því.

Einingaverksmiðjan er jafnframt í vottunarferli á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 staðli en það að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til starfsemi, s.s. um CE-merki, er nauðsynleg forsenda til þess að öðlast ISO vottun.

Ráðgjafar 7.is hafa tekið þátt í að endurskoða og samræma stjórnunarkerfi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að það sé nægilega heilsteypt og sveigjanlegt til þess að eitt kerfi svari öllum kröfum og þörfum.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...