FrÚttir
15.07.09
RÚtti tÝminn

Verkfræðistofan Strendingur ehf. hefur ákveðið að koma upp vottuðu gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001.

Þar starfar öflugur hópur einstaklinga með mikla reynslu. Veitt er alhliða þjónusta á sviði byggingarverkfræði, þ.á m. heildarhönnun húsbygginga, umsjón og eftirlit á öllum stigum mannvirkjagerðar, útboð á þjónustu og tæknileg ráðgjöf. Auk húsbyggingar er fengist við hafnargerð, vegagerð, byggingu virkjana o.s.frv.

Vaxandi þrýstingur er á verkfræði- og arkitektastofur að þær beiti gæðastjórnun. Gæðastjórnunarkerfinu er ætlað að skapa trausta umgjörð um starfsemina. Um leið og komið er til móts við viðskiptavini næst áþreifanlegur árangur í stjórnun og rekstri fyrirtækisins.

Það er mat eigenda Strendings ehf. að nú sé rétti tíminn til að ráðast í verkefnið. Samningur um ráðgjöf var handsalaður af Sigurði Guðmundssýni fyrir hönd Strendings ehf. og Gunnari H. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra 7.is.

Gunnar H. Guðmundsson (til vinstri) og Sigurður Guðmundsson

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...