FrÚttir
15.12.08
Hagnřt verkefnastjˇrnun
Hópur verkefnastjóra Veðurstofu Íslands hefur undanfarna mánuði fengið þjálfun við að beita aðferðum Veðurstofunnar við verkefnastjórnun undir leiðsögn Kristjönu Kjartansdóttur, ráðgjafa 7.is.
Á stuttu og hnitmiðuðu námskeiði kynntust verkefnastjórarnir einföldum aðferðum við skipulag og stjórnun verkefna. Að námskeiði loknu, fengu verkefnisstjórarnir einstaklingsmiðaða aðstoð við að skilgreina og skipuleggja verkefni sem þeim höfðu verið falin.
Reynsluboltar Veðurstofunnar í verkefnastjórnun, þau Sigrún Karlsdóttir, Vigfús Gíslason og Kristín Vogfjörð, sjá um eftirfylgni með framvindu verkefnanna.

Þess má að lokum geta, að næsti hópur verkefnastjóra er nú undir handleiðslu ráðgjafa 7.is.

(Þáttakendur námskeiðisins og stýrihópur Veðurstofu Íslands)

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...