FrÚttir
28.08.08
GŠ­astjˇrnun verktaka
GŠ­astjˇrnun...

Vegagerðin og Samtök Iðnaðarins hafa efnt til samstarfs um að efla notkun gæðastjórnunarkerfa við framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar og hefur Gunnar H. Guðmundsson ráðgjafi hjá 7.is ehf. verið ráðinn til þess að vinna að verkefninu.

Starfsmenn Vegagerðarinnar munu fá fræðslu og þjálfun í að notfæra sér gæðastjórnun verktaka til að tryggja gæði verka. Verktakar í völdum verkum munu fá leiðsögn og aðstoð við að taka á nokkrum lykilþáttum gæðastjórnunar, sem krafist er í verkum sem unnin eru fyrir Vegagerðina.

Vegagerðin hefur um árabil unnið að þróun eftirlits með verkum og uppbyggingu gæða-stjórnunarkerfis. Þetta verkefni er hluti af sífelldri viðleitni við að ná betri árangri í vegagerð.

Samtök Iðnaðarins hafa gengt forystuhlutverki í uppbyggingu gæðastjórnunarkerfa hjá verktökum. Markmiðið er að efla hæfni sinna félagsmanna og fá það metið að verðleikum.

 

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...