FrÚttir
13.02.08
Nřr starfsma­ur
Nřr starfsma­ur...

Kristjana Kjartansdóttir hefur hafið störf hjá 7.is. Hún mun starfa sem ráðgjafi á sviði stjórnunarkerfa.

Kristjana er rekstrartæknifræðingur B.Sc. frá Syddansk Universitet (Odense Teknikum) frá 1987. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun innan framleiðslufyrirtækja. Kristjana hefur stjórnað alþjóðaverkefnum, gegnt starfi framleiðslustjóra, stýrt innleiðingu gæðakerfa auk annarra verkefna. Áður en Kristjana hóf störf hjá 7.is starfaði hún hjá Hafmynd ehf, sem framleiðir Gavia kafbáta, auk þess sem hún starfaði hjá norska hátæknifyrirtækinu Miros AS og Vaka-Fiskeldiskerfi ehf. Einnig má geta að Kristjana kenndi í nokkur ár við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Samhliða vinnu stundar  hún meistararnám í stjórnun og stefnumótun í HÍ.

7.is býður Kristjönu velkomna til starfa.

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...