FrÚttir
11.01.08
Landsnet fŠr vottun
Landsnet fŠr vottun...

Góður sigur náðist með vottun Landsnets samkvæmt ISO 9001. Fyrirtækið hefur byggt upp skipulagseiningu miðað við nýtt starfsumhverfi og náð samhliða að festa ferla í sessi þannig að vottun náðist.

Starfsemin felur í sér kerfisstjórn og rekstur á flutningslínum, sem er undirstaða raforkukerfis landsins. Gerðar eru miklar kröfur til starfseminnar. Allir eru háðir raforku, en ef hún er ekki flutt erum við í slæmri aðstöðu. Metnaður og frumkvæði hjá Landsneti skilar þjóðfélaginu ávinningi.

Fagleg vinnubrögð eru ekki ný í þessari starfsemi. Þróun stjórnunarkerfis er búin að eiga sér langa forsögu. Flutningssvið Landsvirkjunar var forveri fyrirtækisins og þar var unnið öflugt starf við þróun gæðastjórnunar. Umbylting raforkugeirans og breytt verkaskipting lagði miklar kvaðir á stjórnendur Landsnets. Nú hefur þeim tekist að mæta þessari áskorun með glæsilegum hætti.

Gunnar óskar Hildi gæðastjóra til hamingju

 Gunnar óskar Hildi gæðastjóra til hamingju

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...