FrÚttir
25.01.07
Ve­urstofa ═slands fŠr ISO 9001 vottun
Ve­urstofa ═slands...

Veðurstofa Íslands fékk vottunarskírteini formlega afhent frá BSI vottunarstofunni að viðstöddum umhverfisráðherra þann 25. janúar.

Vottunin er mikilvæg fyrir starfsemi Veðurstofunnar þar sem Ísland gegnir veigamiklu hlutverki í öryggismálum fyrir alþjóðlega flugumferð.

Flugveðurþjónusta Veðurstofu Íslands uppfyllir kröfur alþjóðlega gæðastaðalsins ISO 9001:2000 sem er fyrsta skrefið í átt að vottun allrar starfsemi stofnunarinnar.

7.is hefur unnið að uppsetningu og innleiðingu gæðastjórnunarkerfisins með flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands. Verkefnið vannst hratt og örugglega í góðri samvinnu ráðgjafa 7.is og starfsfólks Veðurstofunnar og tók það einungis 8 mánuði. Hafist var handa í mars 2006 og innleiðingu lauk með vottunarúttekt í nóvember sama ár. 

Uppsetning og innleiðing gæðastjórnunarkerfisins ISO 9001 með öflugu starfsfólki Veðurstofunnar hefur verið lærdómsrík og skemmtileg.

F.v. Vigfús Gíslason, Michele Rebora, Sigrún Karlsdóttir, Þóranna Pálsdóttir, Gunnar H. Guðmunsson, Barði Þorkelsson og Theodór F. Hervarsson

Smellið á myndina til að stækka hana

Nřjustu frÚttir
Nřjustu frÚttir
Umhverfisver­laun SA...
Við hjá 7.is erum afar stoltir af árangri viðksiptavina okkar og félaga hjá Orku Náttúrunar og...
Stßlsmi­jan -...
Stálsmiðjan – Framtak er meðal öflugustu verktakafyrirtækja landsins. Stál og vélbúnaður er...